VALMYND ×

Háskóli unga fólksins

Föstudaginn 25. maí mun Háskóli unga fólksins heimsækja skólann og halda námskeið fyrir 7. - 9. bekk. Boðið verður upp á efnafræði, líffræði, mannfræði, fornleifafræði, japönsku, þjóðfræði og stjörnufræði.

Háskóli unga fólksins er hluti af Háskólalestinni sem verða mun hér á Ísafirði um helgina, þar sem boðið verður upp á fyrirlestur um forsetakosningarnar 2012 og vísindaveislu í Edinborgarhúsinu á laugardaginn kl. 12 - 16. Dagskrá Háskólalestarinnar er öllum opin, aðgangur ókeypis og allir hjartanlega velkomnir.

Nánari upplýsingar má finna hér.

Deila