VALMYND ×

Háskólalestin í heimsókn

Á 100 ára afmæli Háskóla Íslands árið 2011 var tímamótunum fagnað víða um land með svokallaðri Háskólalest, til að kynna fjölþætta starfsemi skólans. Síðan þá hefur lestin ferðast um landið og er nú væntanleg á Ísafjörð á föstudag og laugardag. Föstudaginn 19.maí verður hún hér í skólanum og býður nemendum unglingastigs upp á fjölbreyttar smiðjur tækni og vísinda.
Laugardaginn 20. maí er svo opið hús hér í salnum okkar, þar sem Háskólalestin býður upp á fjör og fræði fyrir alla fjölskylduna frá kl. 10:00 - 13:30. Við hvetjum alla til að líta við og taka þátt í skemmtilegri dagskrá. 

Deila