VALMYND ×

Hárgreiðsluval

26 nemendur á unglingastigi hafa hárgreiðlsuval á stundaskránni sinni í vetur, 11 fyrir áramót og 15 eftir áramót, undir styrkri stjórn Kristínar B. Oddsdóttur kennara. Þessa dagana hafa nemendur fengið að heimsækja hárstofuna Ametyst og nýtt sér aðstöðuna þar. Það er að mörgu að hyggja varðand umhirðu hárs, bæði hvað varðar þvott og þurrk. Auk fræðslu um umhirðu, hafa nemendur einnig fræðst um hársöguna frá árunum 1940 til 2020 og teiknuðuð uppáhalds greiðsluna sína.

Deila