VALMYND ×

Harðarstrákar deildarmeistarar í 5. flokki

Aftari röð: Elías Ari, Birkir, Jón Ómar og Hákon Ernir. Fremri röð: Tryggvi, Ísak, Andri Fannar og Sigurður Arnar.
Aftari röð: Elías Ari, Birkir, Jón Ómar og Hákon Ernir. Fremri röð: Tryggvi, Ísak, Andri Fannar og Sigurður Arnar.

Fimmta og síðasta deildarmót 5.flokks yngri í handbolta fór fram um nýliðna helgi á Akureyri. Strákarnir í handboltadeild Harðar sýndu sitt allra besta í þessu móti og skinu stemmningin, samheldnin, gleðin og vináttan í allar áttir að því er kemur fram á vef félagsins. Þess má geta að sumir af þessum strákum voru einnig að keppa á Andrésar andar leikunum og hömpuðu jafnvel verðlaunum þar, þannig að það var nóg að gera í íþróttunum þessa helgi hjá þessum krökkum.

Deila