Handritin til barnanna
Í dag fékk 5.bekkur heimsókn frá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Heimsókn þessi er í tilefni af því að á næsta ári, þann 21.apríl, verða liðin 50 ár frá því að fyrstu miðaldahandritunum var skilað frá Danmörku til Íslands. Verkefnið Handritin til barnanna hefur verið þróað við stofnunina til að kveikja áhuga nemenda á miðstigi grunnskólanna á merku handritasafni Árna Magnússonar.
Þeir Snorri og Jakob (íslenskunemar) sögðu nemendum frá handritaarfi okkar Íslendinga, hvernig forfeður okkar báru sig að við að rita sögur og frásagnir ásamt mörgu áhugaverðu því tengdu.