Hafragrautnum vel tekið
Tilraunin með hafragrautinn hefur gengið vonum framar. Boðið er upp á graut í hefðbundnum nestistíma nemenda og eru á milli 170 og 200 nemendur sem fá sér graut daglega og fara allt að 50 lítrar á dag. Nemendur eru mjög ánægðir og margir fá sér tvisvar á diskinn. Hjúkrunarfræðingur skólans hefur haft orð á því að mun minna hafi verið um komur nemenda vegna magaverkja í mars heldur en aðra mánuði, þó að ekki séu neinar talningar eða vísindalegar sannanir þar að baki.
Það er því ljóst að við munum halda áfram að bjóða nemendum upp á hafragraut það sem eftir lifir skólaársins.
Deila