Gul veðurviðvörun
Í fyrramálið er gul veðurviðvörun í gildi frá kl. 9:00 með austan hvassviðri og snjókomu eða slyddu. Skólinn verður opinn, en þegar slík viðvörun er í gildi hjá Veðurstofu Íslands skulu foreldrar ávallt meta sjálfir hvort óhætt sé að senda barn í skólann.
Íþróttir verða ekki á Torfnesi í fyrramálið og eiga nemendur að mæta í sínar bekkjarstofur í staðinn.
Deila