Grjónagrautur mallandi
Í heimilisfræði þarf að leysa hin ýmsu verkefni. Í vikunni tóku nemendur í 6.bekk sig til og elduðu grjónagraut. Eins og flestir fullorðnir vita er hægt að sinna ýmsum heimilisstörfum á meðan grauturinn mallar. Það var því ákveðið að nýta tímann og taka vinnustöðvarnar í gegn. Guðlaug Jónsdóttir, heimilisfræðifræðikennari, sagði krakkana sérstaklega duglega og hafi þeir leyst verkefnið með stakri prýði.
Deila