VALMYND ×

Grænland í nýju ljósi

Í dag heimsótti Karl Inuk nemendur í dönskutíma hjá 8., 9. og 10. bekk og kynnti landið sitt, Grænland. Hann ræddi við þau um hvernig það er að alast upp á Grænlandi og sagði frá menningu og hefðum landsins. Nemendur áttuðu sig á því að Grænland er kannski ekki svo ólíkt Íslandi.

Nemendur sýndu mikinn áhuga á því að fræðast um ísbirni og voru sumir hissa að heyra að Grænland er ekki eingöngu ís og snjór, heldur er þar einnig mikill gróður. Þau ræddu einnig menningu tengda sleðahundum og hvernig landið skiptist í raun í tvennt þegar kemur að hundasleðum, þ.e. suður- og norðurhluta Grænlands.

Deila