Göngum í skólann dagurinn
Á morgun, þann 6.október, er alþjóðlegi Göngum í skólann dagurinn og með honum lýkur verkefninu þetta árið. Nemendur og starfsfólk G.Í. hefur heldur betur verið virkt í átakinu með allskonar útiveru og hreyfingu, auk hvatningar til þess að ganga í skólann og vonum við að það hvetji alla til áframhaldandi hreyfingar.
Markmið verkefnisins er m.a. að hvetja til aukinnar hreyfingar með því að auka færni barna til að ganga á öruggan hátt í skólann og um leið að fræða þau um ávinning reglulegrar hreyfingar.
Deila