Göngum í skólann
Göngum í skólann 2023 verður sett hátíðlega á morgun, miðvikudaginn 6. september í Helgafellsskóla í Mosfellsbæ. Þetta er í sautjánda sinn sem verkefnið er sett hér á landi.
Grunnskólinn á Ísafirði ásamt fjölda annarra skóla tekur þátt og hefur þátttakendum fjölgað jafnt og þétt með árunum.Fyrst þegar verkefnið fór af stað árið 2007 tóku 26 skólar þátt og í fyrra voru alls 82 skólar skráðir til þátttöku.
Við vonum svo sannarlega að nemendur og starfsmenn taki virkan þátt í átakinu, sem stendur til 4.október n.k.
Deila