Göngum í skólann
Nú stendur yfir verkefnið Göngum í skólann og er Grunnskólinn á Ísafirði skráður til leiks. Einfaldasta leiðin til að auka hreyfingu í daglegu lífi er að velja virkan ferðamáta, svo sem göngu og hjólreiðar. Ávinningur er ekki aðeins bundinn við andlega og líkamlega vellíðan heldur er þetta einnig umhverfisvæn og hagkvæm leið til að komast á milli staða. Þeir aðilar sem að verkefninu standa hérlendis eru Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Mennta- og menningarmálaráðuneytið, Embætti landlæknis, Ríkislögreglustjóri, Slysavarnafélagið Landsbjörg, Samgöngustofa og Landssamtökin Heimili og skóli.
Við hvetjum alla til að taka þátt í þessu verkefni sem stendur yfir til 4. október.
Deila