VALMYND ×

Göngum í skólann

Í morgun fóru nemendur og starfsfólk skólans í skrúðgöngu í tilefni af alþjóðlega Göngum í skólann deginum, sem var í fyrradag. 
Þar með lýkur formlega verkefninu Göngum í skólann hér á landi. Er þetta í fimmta skipti sem Ísland tekur þátt í verkefninu, en það hófst í Bretlandi árið 2000 og hefur þátttaka stöðugt farið vaxandi.

Á fimmta hundrað manns gekk fylktu liði um götur bæjarins kl. 8:50 og endaði á Silfurtorgi og setti skemmtilegan svip á bæinn, eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.

Deila