VALMYND ×

Gönguferð um Ísafjörð

1 af 4

Á dögunum unnu nemendur 9.bekkjar samþætt verkefni í ensku og dönsku sem byggðist á gönguferð um Ísafjörð. Nemendur stofnuðu ferðaskrifstofu, hönnuðu bækling á ensku og dönsku, kort og merki fyrir skrifstofuna, með öllum þeim markaðsupplýsingum sem þarf til að heilla viðskiptavini.

Hver hópur var svo í hlutverki leiðsögumanna og gengu um eyrina ásamt öllum nemendum árgangsins og kynntu það sem fyrir augu bar, á ensku og dönsku. 

Megintilgangur tungumálanáms er að nemendur öðlist alhliða hæfni til að nota tungumálið sem lifandi verkfæri í fjölbreyttum tilgangi og við ólíkar aðstæður. Námið á að veita nemendum tækifæri til að nota málið á skapandi hátt í ræðu og riti, og hefur verkefni þetta svo sannarlega uppfyllt markmið aðalnámskrár að því leyti. Síðast en ekki síst fræddust nemendur heilmikið um bæinn sinn í þessu skemmtilega verkefni.

Deila