Góður árangur á skíðum
Helgina 21.-22. janúar fór fram bikarmót í alpagreinum 13-14 ára á Akureyri. Bestum árangri náðu Helga Þórdís Björnsdóttir sem var í 4. sæti 13 ára stúlkna bæði í svigi og stórsvigi og Friðrik Þórir Hjaltason sem var í 4. sæti í svigi og 5. sæti í stórsvigi 13 ára drengja. Helga Þórdís og Friðrik eru bæði nemendur í 8. bekk G.Í. og óskum við þeim að sjálfsögðu til hamingju með árangurinn. (www.snjor.is)
Deila