,,Góðan daginn faggi"
Í morgun bauð Þjóðleikhúsið nemendum 9. og 10. bekkjar upp á sýninguna ,,Góðan daginn faggi" í Edinborgarhúsinu. Sýningin er í raun sjálfsævisögulegur heimildasöngleikur, þar sem fertugur hommi leitar skýringa á skyndilegu taugaáfalli sem hann fékk upp úr þurru einn blíðviðrisdag. Verkið tekst á við fyrirbæri eins og skömm og innhverfa fordóma með húmor og einlægni að vopni. Boðskapurinn er sérstaklega aðkallandi nú, í ljósi þess bakslags sem hefur orðið hvað varðar hinseginfordóma, skaðlega orðræðu og ofbeldi og einelti gagnvart hinsegin fólki. Í lok sýningar buðu flytjendur, þeir Bjarni Snæbjörnsson og Axel Ingi Árnason upp á umræður og spurningar.
Við þökkum Þjóðleikhúsinu fyrir þessa kærkomnu sýningu sem við teljum virkilega þarfa fyrir unglingana okkar.
Deila