Góð stemning í skólabúðum
Nemendur 7.bekkjar dvelja nú í skólabúðunum á Reykjum í Hrútafirði og er mikil stemning í hópnum og margt skemmtilegt sem drifið hefur á daga þeirra. Krakkarnir hafa farið í íþróttir, sund og náttúrufræði, heimsótt byggðasafnið, smakkað hákarl og farið í sjósund með kennurum. Svo er boðið upp á kvöldvökur öll kvöld, þar sem er alltaf líf og fjör.
Auk okkar nemenda eru hópar frá Flateyri, Suðureyri, Þingeyri, Bolungarvík, Patreksfirði, Tálknafirði og Bíldudal. Áætluð heimkoma er seinni partinn á föstudaginn.
Deila