VALMYND ×

Góð mæting á opnum degi

1 af 4

Í dag var opið hús hjá okkur þar sem foreldrum og öðrum velunnurum var boðið að líta við hjá okkur. Mætingin var framar öllum vonum og erum við starfsfólkið virkilega þakklátt fyrir þann fjölda heimsókna sem við fengum. Við finnum að það var virkilega kominn tími til að opna skólann upp á gátt eftir covid og myglu undanfarin ár. 

Tilgangurinn var fyrst og fremst að kynna starfið fyrir fjölskyldum nemenda okkar og vitum við að nemendur okkar eru alsælir með heimsóknirnar og glaðir að geta sýnt sínum nánustu hvað þeir eru að fást við í skólastarfinu.

Við viljum þakka ykkur kæru foreldrar, afar, ömmur og öll þið hin sem sáuð ykkur fært að líta við hjá okkur í dag, þið gerðuð daginn eftirminnilegan.

Deila