Gjöf til félagsstarfa nemenda
Síðastliðinn laugardag komu fyrrverandi nemendur G.Í. sem fæddir eru árið 1971 í heimsókn í gamla skólann sinn, en í ár eru 25 ár síðan þeir útstkrifuðust sem gagnfræðingar. Hópurinn skoðaði skólann undir leiðsögn Sveinfríðar Olgu Veturliðadóttur skólastjóra, en húsnæðið hefur tekið gífurlegum breytingum á þessum tíma, stækkað umtalsvert og aðstæður allt aðrar en voru. Þá færði hópurinn skólanum rausnarlega peningagjöf, sem ætluð er til tækjakaupa og kemur svo sannarlega að góðum notum í sal skólans og nýtist þar í félagsstörfum nemenda.
Skólinn þakkar árgangi 1971 kærlega fyrir heimsóknina og þessa góðu gjöf.
Deila