VALMYND ×

Gjöf frá árgangi 1969

Helga aðstoðarskólastjóri tekur við hljóðnemunum úr hendi Hörpu Stefánsdóttur
Helga aðstoðarskólastjóri tekur við hljóðnemunum úr hendi Hörpu Stefánsdóttur
1 af 4

Síðastliðinn laugardag hittist árgangur 1969 og færði Ísafjarðarbæ fallega fjólubláan bekk, til styrktar Alzheimersamtökunum. Bekkurinn er staðsettur við Eyri, þaðan sem er fagurt útsýni yfir pollinn. Árgangurinn lét ekki þar við sitja, heldur færði Grunnskólanum á Ísafirði 3 þráðlausa hljóðnema, sem koma sér einstaklega vel í félagsstarfi nemenda. Það er ómetanlegt fyrir skólann að eiga velunnara úti í samfélaginu og hefur hann oft þegið góðar gjafir sem þessa og kunnum við árgangi 1969 bestu þakkir fyrir.

Afhending gjafanna var við bekkinn góða, þar sem Maraþonmenn tóku tvö lög og létu veðrið ekki á sig fá, þó lognið hafi verið á talsverðri hraðferð þann daginn.

 

Deila