Gjafir til barna í neyð
Ákvörðun hefur verið tekin um að nemendur skiptist ekki á jólapökkum á litlu jólunum hjá okkur. Í framhaldi af því hafa foreldrar í nokkrum árgöngum tekið höndum saman um að gefa gjafir í nafni árganganna, til barna í neyð. Nemendur 9.bekkjar gefa til dæmis ,,Sanna gjöf" í gegnum Unicef og fjárfestu í bráðabirgðaskóla með námsgögnum fyrir 40 börn ásamt leikjapökkum sem innihalda sippubönd og fleira.
Margt smátt gerir eitt stórt og er gaman að sjá samstöðuna og samhuginn sem ríkir á meðal nemenda og foreldra þegar á reynir. Þessar gjafir geta svo sannarlega bjargað mannslífum en eins og við vitum þá er mikil þörf á aðstoð víða um heim og hvert framlag skiptir máli.
Deila