VALMYND ×

Gangapassinn í notkun

1 af 3

Í vetur ætlum við að fara af stað með svokallaðan gangapassa til að vekja nemendur til umhugsunar um umgengni. Handhafi passans fer með umsjónarbekkinn sinn a.m.k. tvisvar í þeirri viku um skólann að raða skóm í hillur, tína upp rusl af gólfi, hengja upp úlpur og slíkt.

6.AY hóf yfirferð sína um skólann í dag og var virkilega gaman að sjá ganga skólans eftir þeirra góðu störf, eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. 

Deila