Gamaldags kaffiboð hjá 2. bekk
Síðustu þrjár vikur hefur 2. bekkur verið að vinna með gamla tímann í bókunum Ísland áður fyrr. Í dag var var svo lokadagurinn í því verkefni og var því efnt til gamaldags kaffiboðs, með engu kaffi þó. Í boðinu voru gamlir hlutir á sýningarborði sem allir fengu að skoða og prófa. Boðið var upp á lummur og kleinur eins og gert var í gamla daga og mjólk drukkin með sem hver og einn sótti beint í ,,beljuna" sem reyndar er ekki raunveruleg belja, heldur nútímaútgáfa af belju sem skilar af sér ískaldri mjólk.
Þá var einnig boðið upp á húslestur þar sem hlustað var á þjóðsöguna um hana Búkollu. Kennarar mættu svo í prjónuðum flíkum í sauðalitunum.
Þegar þessu var svo lokið var tekið rennsli á árshátíðaratriði árgangsins, sem gengur vel að æfa, en árshátíð skólans verður haldin dagana 21. og 22. mars n.k.
Sjá má myndir úr kaffiboðinu inni á bekkjarsíðu 2. bekkjar.
Deila