VALMYND ×

G.Í. slitið í 146.skiptið

Í gærkvöld var Grunnskólanum á Ísafirði slitið í 146. skipti og fór athöfnin fram í Ísafjarðarkirkju. Hefð er fyrir því að nemendur úr 9. bekk kynni dagskrána og voru kynnar að þessu sinni þau Birta Kristín Ingadóttir og Kristinn Hallur Jónsson.

Sveinfríður Olga Veturliðadóttir, skólastjóri, flutti ávarp og þau Brynja Dís Höskuldsdóttir og Guðmundur Brynjar Björgvinsson fluttu ávarp fyrir hönd útskriftarnema. 

Eftirtaldar viðurkenningar voru veittar í 8. og 9.bekk:

8. bekkur - Kristinn Már Guðnason hlaut viðurkenningu Rotary klúbbsins á Ísafirði fyrir ástundun og framfarir. 

9. bekkur - Sara Katrín Heiðarsdóttir hlaut viðurkenningu Rotary klúbbsins á Ísafirði fyrir ástundun og framfarir.

 

Eftirtaldar viðurkenningar voru veittar í 10. bekk:

Kvenfélagið Hlíf gaf eftirfarandi viðurkenningar fyrir verk- og listgreinar:

Viðurkenningu fyrir vönduð vinnubrögð og góða ástundun í textílmennt hlaut Embla Kleópatra Atladóttir.

Viðurkenningu fyrir framúrskarandi hæfileika á sviði teikninga undanfarin ár hlaut Brynjar Ari Sveinsson, sem blómstraði í málverkinu í vetur.

Viðurkenningu fyrir framúrskarandi námsárangur í heimilisfræði hlaut Anna Marý Jónasdóttir.

Viðurkenningu fyrir framfarir og vinnubrögð í smíði og hönnun hlaut Ástmar Helgi Kristinsson.

 

Stöðin heilsurækt gaf viðurkenningar fyrir góða ástundun og námsárangur í íþróttum. Þær viðurkenningar hlutu Ástmar Helgi Kristinsson og Sigrún Betanía Kristjánsdóttir.

Rotary klúbburinn á Ísafirði veitti viðurkenningu fyrir ástundun og framfarir og hlaut Embla Kleópatra Atladóttir hana.

Danska Menntamálaráðuneytið gaf viðurkenningu fyrir góða ástundun og námsárangur í dönsku og hlaut Solveig Amalía Atladóttir þau verðlaun.

 

Grunnskólinn á Ísafirði veitti eftirfarandi viðurkenningar:

Viðurkenningu fyrir næmt auga fyrir línum og myndbyggingu og skapandi leiðir til lausna á verkefnum í ljósmyndun hlaut Kristey Sara Sindradóttir.

Viðurkenningu fyrir metnað, góða ástundun og námsárangur í samfélagsfræði hlaut Lilja Björg Kristjánsdóttir.

Viðurkenningu fyrir metnað, góða ástundun og námsárangur í ensku hlaut Katrín Bára Albertsdóttir.

Viðurkenningu fyrir góða ástundun og námsárangur náttúrufræði hlaut Lilja Jóna Júlíusdóttir.

Viðurkenningu fyrir góða ástundun og námsárangur í stærðfræði hlaut Katrín Bára Albertsdóttir.

Viðurkenningu fyrir góða ástundun og námsrárangur í íslensku hlaut Solveig Amalía Atladóttir.

 

Undanfarin ár hefur Ísfirðingafélagið í Reykjavík gefið gjöf til minningar um Hannibal Valdimarsson. Þessi viðurkenning hefur verið veitt nemanda í 10.bekk fyrir lofsverða ástundun, framfarir í námi og virka þátttöku í félagsstarfi. Í þeim aðstæðum sem nemendur 10.bekkjar hafa þurft að glíma við í vetur var ómögulegt að velja einn eða tvo nemendur til að hljóta þessi verðlaun. Þess í stað ákvað stjórn Ísfirðingafélagsins að gefa öllum útskriftarnemum gjafabréf í Ísafjarðarbíó ásamt poppi og gosi.

Við þökkum öllum þeim sem gefið hafa þessi verðlaun kærlega fyrir og vonum að nemendur njóti vel.

Að verðlaunaafhendingu lokinni lék Sara Lind Jóhannesdóttir á þverflautu og meðleik annaðist Madis Maeekalle. Starfsmenn skólans stigu einnig á stokk og tóku eitt kveðjulag til nemenda með tár á hvörmum og í lokin lék Sveinfríður Olga Veturliðadóttir undir fjöldasöng þar sem allir risu úr sætum og sungu ,,Lóan er komin".

Starfsfólk Grunnskólans á Ísafirði þakkar árgangi 2005 samfylgdina í gegnum árin og óskar þeim velfarnaðar um ókomin ár. Framtíðin er ykkar!

Deila