G.Í. í Skólahreysti
Í dag keppti Grunnskólinn á Ísafirði í Vestfjarðariðlinum í Skólahreysti ásamt Bolvíkingum, Súgfirðingum og Hólmvíkingum. Keppnin fór fram í íþróttahúsinu Mýrinni í Garðabæ fyrir fullu húsi.
Úrslit urðu þau að G.Í. hafnaði í öðru sæti á eftir Bolvíkingum og kemst því ekki í úrslitakeppnina. Við erum stolt af okkar fólki um leið og við óskum Bolvíkingum tll hamingju með góðan sigur. Fyrir hönd G.Í. kepptu þau Dagný Björg Snorradóttir í armbeygjum og hreystigreip, Davíð Hjaltason í upphífingum og dýfum, Daníel Wale Adeleye í hraðabraut og Hafdís Bára Höskuldsdóttir í hraðabraut. Varamenn voru þau Phakawat Janthawong og Svava Rún Steingrímsdóttir og þjálfari Guðný Stefanía Stefánsdóttir.
Deila