VALMYND ×

Fyrsti hluti upplestrarkeppninnar

Allt frá degi íslenskrar tungu þann 16.nóvember s.l. hafa nemendur 7. bekkjar æft markvissan upplestur sem þátttakendur í stóru upplestrarkeppninni.

Í morgun var komið að bekkjakeppninni, þar sem allir nemendur árgangsins lásu sögubrot og ljóð fyrir þær Magnúsínu Harðardóttur og Rannveigu Halldórsdóttur, sem voru dómarar að þessu sinni. Tólf nemendur voru valdir til áframhaldandi þátttöku og munu þeir etja kappi í skólakeppninni sem haldin verður eftir viku. Þeir sem valdir voru áfram í þá keppni eru þau Álfheiður Björg Atladóttir, Birnir Snær Heiðarsson, Camilla Rán Friðbjörnsdóttir, Clara Charlotte Árnadóttir Kraus, Embla Karítas Kristjánsdóttir, Garðar Smári Jareksson, Hilmir Freyr Norðfjörð, Ingólfur Viðar Sindrason, Jökull Örn Þorvarðarson, Karen Drífa Ólafsdóttir, Oscar Alvarez Tunas, og Sölvey Marie Tómasdóttir. Til vara verða þær Eyrún Birta Ísfjörð Arnórsdóttir og María Sif Hlynsdóttir. Við óskum öllum þátttakendum innilega til hamingju með sinn árangur.

 

Deila