VALMYND ×

Fyrirlestur um nethegðun

Í morgun fengu nemendur 7. - 10. bekkjar fræðslu sem unnin hefur verið af Insight og Huawei í samstarfi við Heimili og Skóla og SAFT um nethegðun. Fræðslan sem nefnist SmartBus var kynnt af Lalla Töframanni, sem er sérstaklega þjálfaður í þessu efni og er frábær fyrirmynd. Hann náði að tengjast nemendum mjög vel og skapaði skemmtilega og góða upplifun úr efninu. Nemendur svöruðu könnun, sem skilað hefur mjög góðum upplýsingum um hegðun barna á netinu. Síðan árið 2020 hafa rúmlega 2000 nemendur svarað og niðurstöður verið greindar í tveimur skýrslum. Könnunin hjálpar SAFT, Heimili og Skóla og öðrum hagsmunaraðilum að skilja stöðu barna á Íslandi hvað varðar áhættusama hegðun á samfélagsmiðlum, kunnáttu þeirra um netöryggi og réttindi, miðað við börn á Norðurlöndum. Engum persónulegum gögnum er safnað í SmartBus fræðslunni, sem fram fer í samræmi við persónuvernd og virðir innlenda menntunarstaðla.

Við vonum að nemendur okkar standi sterkari fótum á netinu eftir þessa fræðslu og nái enn betri fræni til að vafra um netheiminn á öruggan og gefandi hátt.

Deila