Fullveldisdagurinn - opinn dagur
Á morgun er fullveldisdagurinn, 1. desember. Þann dag árið 1918 tóku sambandslögin gildi, en samkvæmt þeim varð þjóðin fullvalda. Í tilefni dagsins hefur sú hefð skapast hér í skólanum að unglingar og starfsfólk klæðist ,,betri" fötum. Yngri nemendum er einnig frjálst að taka þátt í þessari hefð ef þeir kjósa svo.
Þennan dag er venjan sú að hafa svokallaðan ,,opinn dag", en þá eru foreldrar boðnir í heimsókn, hvenær sem er dagsins, líta við í kennslustofum og sjá hvað nemendur eru að sýsla. Foreldrar eru að sjálfsögðu alltaf velkomnir í heimsókn, en sérstaklega þennan dag.
Deila