Fulltrúar G.Í. valdir í Stóru upplestrarkeppninni
Í morgun voru sex nemendur úr 7. bekk valdir til að keppa fyrir hönd skólans á lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar, sem fram fer í Hömrum föstudaginn 14. mars n.k. Tíu nemendur lásu sögubrot og ljóð að eigin vali fyrir gesti og dómefnd, en 6. bekk var sérstaklega boðið til áheyrnar. Í hléi léku Ásdís Halla Guðmundsdóttir og Davíð Hjaltason fjórhent á píanó og sýnt var myndbrot frá dvöl 7. bekkjar í Skólabúðunum á Reykjum í Hrútafirði s.l. haust.
Dómurum var vandi á höndum að velja úr hópi mjög frambærilegra nemenda, en dómarar að þessu sinni voru þau Ingunn Ósk Sturludóttir, Pétur Markan og Rannveig Þorvaldsdóttir. Niðurstaðan varð sú að fulltrúar skólans verða þau Emil Eiríkur Cruz, Hlynur Ingi Árnason, Jakob Daníelsson, Rakel María Björnsdóttir, Sigríður Erla Magnúsdóttir og Þórður Gunnar Hafþórsson. Varamenn verða þau Magni Jóhannes Þrastarson og Margrét Inga Gylfadóttir.
Við óskum þátttakendum öllum innilega til hamingju með glæsilega frammistöðu og hlökkum við til að heyra í keppendum í Hömrum á næsta föstudag.
Deila