VALMYND ×

Fulltrúar G.Í. í úrslit í Pangeu

Úrslit í stærðfræðikeppni Pangeu voru haldin í Menntaskólanum við Hamrahlíð s.l. laugardag. Þrír nemendur skólans tryggðu sér þátttöku þar og tóku tveir þeirra þátt, þeir Jökull Örn Þorvarðarson úr 8.bekk og Hálfdán Ingólfur Hálfdánsson úr 9.bekk. Þeir gerðu sér lítið fyrir og voru á meðal þeirra 87 bestu í úrslitunum af rúmlega 4900 þátttakendum. Aldeilis frábær árangur hjá þeim og óskum við þeim innilega til hamingju.

Deila