Fræðsluerindi frá Greiningarstöð
Mánudaginn 19. maí munu Sigurlaug Vilbergsdóttir, þroskaþjálfi og Helga Arnfríður Haraldsdóttir sálfræðingur, vera með fræðsluerindi fyrir foreldra, kennara, starfsfólk skóla og félagsþjónustu. Fræðslan fer fram í sal Grunnskóla Bolungavíkur frá kl. 15-17.
Sigurlaug og Helga munu fjalla um frávik í taugaþroska barna, með áherslu á einhverfu, ADHD, kvíða og námsvanda. Gert er ráð fyrir u.þ. b. klukkustundar fræðslu og í kjölfarið gefst góður tími fyrir spurningar og umræður.
Ekki þarf að greiða fyrir þessa fræðslu.
Deila