Frábær útivistardagur í Tungudal
Í gær var útivistardagur í Tungudal hjá 5. - 10. bekk. Nemendur mættu kl. 10:00 og voru til kl. 13:30 á skíðasvæðinu, ýmist á svigskíðum, gönguskíðum, brettum, sleðum eða þotum. Veðrið var eins og best var á kosið, stilla og um 8°C.
Dagurinn gekk eins og best var á kosið og allir nutu útiverunnar eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.
Deila