Frábær árangur hjá Hákoni og Elenu Dís á gönguskíðum
Hákon Jónsson, frá Skíðafélagi Ísfirðinga, varð í fyrsta sæti í 5 km hefðbundinni göngu karla 15-16 ára í Team Sportia Cup (Fis Junior Tävling) mótinu sem haldið var í Ulrichamn í Svíþjóð um helgina. Þá varð Elena Dís Víðisdóttir, einnig frá Skíðafélagi Ísfirðinga, í öðru sæti í 5 km hefðbundinni göngu kvenna 15-16 ára á sama móti, að því er fram kemur á www.bb.is.
Þau Hákon og Elena Dís eru bæði nemendur í 10. bekk GÍ og óskum við þeim innilega til hamingju með góðan árangur.
Deila