VALMYND ×

Frábær árangur GÍ í Nýsköpunarkeppni grunnskólanna

Margrét Mjöll, Soffía Rún og Elísabet María
Margrét Mjöll, Soffía Rún og Elísabet María
1 af 2

Þrjár hugmyndir nemenda G.Í. komust í úrslit í Nýsköpunarkeppni grunnskólanna þetta árið og fengu allar viðurkenningarskjal undirritað af Menntamálaráðherra.

Hugmyndirnar voru þessar:

Hvað viltu gera - Margrét Mjöll Sindradóttir og Soffía Rún Pálsdóttir 7.bekk

Innstungudóterí - Elísabet María Gunnlaugsdóttir 7.bekk og

Skinnskór - Saga Björgvinsdóttir 5.bekk.

 

Í úrslitum hlaut Saga Björgvinsdóttir umhverfisverðlaun NKG og Hugverkastofu fyrir hugmynd sína og hlaut hún að verðlaunum 25.000 kr. gjafabréf í ELKO ásamt viðurkenningarskjali, undirrituðu af Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands.

Elísabet María Gunnlaugsdóttir hlaut svo hönnunarbikar NKG í úrslitum, fyrir hönnun sína og 25.000 kr. gjafabréf í ELKO og viðurkenningarskjal, undirritað af Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands.

Við erum afar stolt af öllum okkar þátttakendum og óskum vinningshöfum innilega til hamingju. Ekki má gleyma hlutverki Ólafar Dómhildar Jóhannsdóttur kennara, sem hefur stýrt ferlinu af sinni alkönnu snilld og fest nýsköpunarkeppnina í sessi hér í skólanum.

Lesa má nánar um keppnina og hugmyndir nemenda á www.nkg.is 

 

 

Deila