VALMYND ×

Foreldranámskeið

Foreldrum nemenda í 1. bekk býðst nú að koma á fjögurra skipta fræðslu- og samstarfsfundi hér í skólanum.  Á fundunum er fjallað um ýmsa hagnýta þætti er varða skólagöngu barna og svo hugmyndafræði Uppbyggingar sjálfsaga – uppeldis til ábyrgðar.  Við gerum jafnframt ráð fyrir að vinna með gildi skólans og skýru mörkin. Til dæmis að skilgreina hugtökin virðingu, samhug og menntun og vinna að samkomulagi um hvernig við framfylgjum skýru mörkunum. Við lítum á þetta sem tækifæri til að byggja upp þéttan foreldrahóp sem getur stutt enn betur við börnin sín á þessari 10 ára vegferð sem framundan er hjá þeim í skólanum.  En eins og allir vita er stuðningur foreldra eitt af lykilatriðunum fyrir farsælli skólagöngu. Fyrsta skiptið var í gær og framhaldið verður næstu þrjá miðvikudaga. 



 

Deila