Flöskuskeyti við Noregsstrendur
Í apríl 2015 sendu þáverandi nemendur 5.bekkjar flöskuskeyti af stað út í óvissuna. Tilefnið var það að Ævar vísindamaður var að fylgja flöskuskeytum eftir með gps staðsetningartækjum og langaði nemendur og kennara að sjá hvort og þá hvar þeirra skeyti höfnuðu.
Nú á dögunum barst eitt þessara flöskuskeyta að strönd Smöla í Noregi. Sjálfboðaliðar á vegum ,,Plastjegerne" (Plastveiðaranna) fundu skeytið, en þeir hafa verið að hreinsa strendur undanfarið. Þeir sendu okkur svo mynd af skeytinu, sem er frá þeim Pétri Einarssyni og Herði Newman. Samkvæmt loftlínu er ferðalagið einir 1.521,82 km., en telja má víst að flaskan hafi tekið á sig allnokkrar lykkjur á leið sinni til Noregs.
Deila