VALMYND ×

Fjallgöngur að hausti

1 af 3

Á hverju hausti fara allir árgangar skólans í fjallgöngur eða gönguferðir. Í upphafi skólagöngunnar er byrjað á að fara upp í Stórurð, en svo smám saman verður gangan erfiðari, en hver árgangur fær úthlutað sinni gönguleið. Þegar grunnskólagöngunni lýkur hafa því allir nemendur kynnst mörgum fjallgönguleiðum hér í kring s.s. upp í Naustahvilft, á Hnífa, Sandfell og Kistufell svo fátt eitt sé nefnt. Næstu daga skunda nemendur upp um fjöll og firnindi en 8.bekkur lauk sinni göngu í gær. Leið þeirra lá um Dagverðardal, Fellsháls, Nónvatn, Stein og niður í Engidal. Vegalengdin var tæpir 13 km. í heildina og stóðu allir sig vel!

Nemendur 10.bekkjar sigla á mánudaginn norður á Hesteyri og ganga yfir í Aðalvík, þar sem gist verður í tjöldum. 

Fjallgöngurnar eru ætlaðar til að nemendur fræðist um nærumhverfi sitt og náttúruna, en einnig eru þær mikilvægar til að efla samstöðu og félagsþroska nemenda.  

Deila