VALMYND ×

Fjallgöngur að hausti

Nemendur 10. bekkjar gengu frá Flæðareyri og yfir til Grunnavíkur
Nemendur 10. bekkjar gengu frá Flæðareyri og yfir til Grunnavíkur
1 af 3

Á hverju hausti fara allir árgangar skólans í fjallgöngur eða gönguferðir. Í upphafi skólagöngunnar er byrjað á að fara upp í Stórurð, en svo smám saman verður gangan erfiðari, en hver árgangur fær úthlutað sinni gönguleið. Þegar grunnskólagöngunni lýkur hafa því allir nemendur kynnst mörgum fjallgönguleiðum hér í kring s.s. upp í Naustahvilft, á Hnífa, Sandfell og Kistufell svo fátt eitt sé nefnt. Þessa dagana skunda nemendur upp um fjöll og firnindi og fór 5. bekkur hjólandi inn í Tungudal í morgun og gekk þaðan upp með Buná. Nemendur 6.bekkjar voru á svipuðum slóðum og gengu frá Seljalandsdal og upp á Sandfell. Nemendur 10.bekkjar sigldu í gærmorgun norður í Jökulfirði og gengu frá Flæðareyri til Grunnavíkur, þar sem þeir gistu í tjöldum í nótt. Hópurinn kom heim núna eftir hádegið.

Fjallgöngurnar eru ætlaðar til að nemendur fræðist um nærumhverfi sitt og náttúruna, en einnig eru þær mikilvægar til að efla samstöðu og félagsþroska nemenda.  

 

Deila