VALMYND ×

Eldbarnið

1 af 3

Í morgun bauð Möguleikhúsið nemendum 5. - 7. bekkjar upp á leiksýninguna um Eldbarnið, sem byggt er á heimildum um Skaftárelda og afleiðingar þeirra. Sýningin er helguð minningu sr. Jóns Steingrímssonar og samtímafólks hans sem þurfti af eigin rammleik að takast á við einhverjar mestu náttúruhamfarir Íslandssögunnar.

Leikstjórn er í höndum Sigrúnar Valbergsdóttur, en leikarar eru þau Andrea Ösp Karlsdóttir, Alda Arnardóttir og Pétur Eggerz. Nemendur nutu sýningarinnar og þökkum við kærlega fyrir þessa góðu heimsókn.

Deila