Ekkert smit í skólanum
Við vorum minnt á það í dag hverju við getum átt von á varðandi Covid-19. Það var grunur um nýtt smit í skólanum í dag. Sá grunur reyndist ekki á rökum reistur heldur var um gamalt smit að ræða og einstaklingurinn ekki smitandi. Þetta hefur því engin áhrif á skólastarf og verður það með eðlilegum hætti á morgun (og vonandi alla daga). Við erum meðvituð um smit í bænum og sendum nemendur heim með námsgögn komi til þess að þeir þurfi að vera heima einhverja daga. Staðan er samt sú að það eru alltaf einhverjir nemendur og starfsmenn í úrvinnslusóttkví þannig að við verðum að halda vel vöku okkar varðandi sóttvarnir og smitgát. Við vinnum alltaf eftir fyrirmælum og leiðbeiningum sóttvarnaryfirvalda og gerum allt sem við getum til að reyna að koma í veg fyrir smit.
Deila