Danskur farkennari að störfum í G.Í.
Síðastliðið vor gerðu Ísafjarðarbær og Menntavísindasvið Háskóla Íslands samning sín á milli vegna starfa dansks farkennara í skólum sveitarfélagsins. Samningurinn er gerður í tengslum við danskt-íslenskt samstarfsverkefni um stuðning við dönskukennslu á Íslandi.
Farkennarinn Julie Fleischmann kom til starfa í G.Í. 1. september s.l. og mun einnig heimsækja minni skóla sveitarfélagsins og starfa í 4 - 6 vikur á hverjum stað. Hún mun dvelja hér fram í desember og efla dönskukennslu, sérstaklega með tilliti til kennslu í munnlegri tjáningu og miðlun danskrar menningar.
Deila