VALMYND ×

Dansað fyrir réttlæti

Síðastliðinn föstudag tóku nemendur í 8. - 10. bekk þátt í femínískri flóðbylgju í Menntaskólanum á Ísafirði. Þar dansaði fjöldi manna af gleði og krafti fyrir mannréttindum kvenna og sýndu í verki að þeim stendur ekki á sama um það ofbeldi sem stúlkur og konur verða fyrir.

Ein af hverjum þremur konum verður fyrir ofbeldi á lífsleiðinni og yfir 600 milljónir kvenna búa í löndum þar sem heimilisofbeldi er ekki refsivert.

Deila