Dagur myndlistar
Í tilefni af degi myndlistar býðst skólum að fá heimsókn frá myndlistarmanni með það að markmiði að kynna starf hans fyrir nemendum og auka þannig skilning á myndlist sem starfsgrein. Í ár fengum við Bryndísi Hrönn Ragnarsdóttur í heimsókn til okkar og kynnti hún fyrir okkur myndlist sína í máli og myndum og sagði okkur frá því hvar hún lærði og hvernig hún eyddi sumrunum í listsköpun á sínum tíma þegar hún var í námi.
Deila