Dagur íslenskrar tungu
Í dag er Dagur íslenskrar tungu haldinn hátíðlegur um land allt. Í Hömrum var dagskrá fyrir 4. - 7. bekk þar sem Litla- og Stóra upplestrarkeppnin voru settar formlega. Einnig hefst svokölluð Snillingakeppni í dag, en Snillingarnir er heiti á bókmenntaspurningakeppni sem nú er haldin í annað sinn á miðstigi.
Unglingastig skólans valdi fallegustu íslensku orðin og má sjá niðurstöður þeirra á meðfylgjandi mynd. Smekkur manna er æði misjafn og orðavalið eftir því, en letur orðanna stækkaði eftir því sem fleiri nefndu þau.
Deila