VALMYND ×

Dagur íslenskrar tungu

Í dag er Dagur íslenskrar tungu og var hann haldinn hátíðlegur með ýmsum hætti hér í skólanum. Í Hömrum var setningarhátíð Litlu og Stóru upplestrarkeppnanna, sem ætlaðar eru nemendum 4. og 7. bekkjar. Allir nemendur þessara árganga taka þátt og æfa framsögn af kappi næstu vikur og mánuði. Nemendur 4. bekkjar munu svo bjóða foreldrum til upplestrarhátíðar síðar í vetur. Í mars verður svo lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar hjá 7. bekk, en þangað komast þeir sem standa sig hvað best í framsögn.

Við setningarathöfnina lásu nokkrir nemendur úr 8. bekk sögubrot og ljóð og léku á hljóðfæri. Ólöf Dómhildur Jóhannsdóttir stýrði dagskránni og Sveinfríður Olga Veturliðadóttir, skólastjóri, setti hátíðina formlega. 

 

 

Deila