VALMYND ×

Dagur 8

1 af 3

Við erum ótrúlega þakklát þegar veðrið er gott eins og núna. Margir hópar nýttu góða veðrið í dag til útivistar og það gerir daginn svo miklu betri þegar hægt er að fara í góða göngutúra og leika í snjónum.

Foreldrar nemenda á unglingastigi eru hvattir til að fylgja þeim vel eftir og veita þeim aðhald og stuðning og hjálpa þeim að skipuleggja tímann sinn svo að heimavinnan verði ekki útundan.

Við biðjum ykkur um að fylgjast vel með póstinum á morgun því við erum að skoða nokkrar breytingar í 1.-7. bekk sem munu verða frá og með næsta mánudegi. Í póstinum í dag fylgdi einnig bréfið frá embætti landlæknis á pólsku og ensku, en það var sent heim á íslensku í gær.

Deila