VALMYND ×

Dagur 6

Við erum alltaf að fara yfir skipulagið okkar og það það eru einhverjar smávægilegar breytingar sem við höfum gert í sambandi við starfsfólkið. Við erum enn að fækka þeim hópum sem kennarar koma að og reynum að hafa það þannig að kennarar fari ekki í fleiri en þrjá hópa og erum búin að skipta skólanum í þrjú svæði og takmörkum eins og hægt er samgang milli þeirra svæða.

Þegar kom að því að skipuleggja fjarkennslu á unglingastiginu bjuggum við auðvitað svo vel að vera frekar tæknivædd fyrir. Krakkarnir þekktu því helstu smáforrit og veflausnir sem þurfti til að sinna sínu námi heima. Krakkarnir eru duglegir að hafa samband og spyrja heilmikið, einnig er gaman að sjá að þau hjálpast að og eru oft búin að svara spurningum hvers annars áður en kennarar ná að svara. Við höfum tekið eftir því að það er rólegra yfir spjallþráðunum á morgnanna en uppúr hádegi og fram yfir kvöldmat er meiri virkni. Krakkarnir njóta þess að geta skipulagt daginn sinn sjálfir. Þrátt fyrir alla erfiðleikana sem fylgja samkomubanninu má sjá að margir nemendur og foreldrar sjá hérna tækifæri til að taka meiri ábyrgð á eigin námi og er það mjög jákvætt. Við hvetjum samt foreldra til að aðstoða krakkana við skipulag á náminu.

Deila