VALMYND ×

Dagur 5

Nú stefnum við í aðra vikuna í samkomubanninu. Eins og þið hafið væntanlega séð í fréttum þá hafa yfirvöld verið að herða bannið og vitum við ekki alveg hvaða áhrif það muni hafa á okkur í skólanum. Við tökum alltaf einn dag í einu og látum vita um leið og einhverjar breytingar verða. Það er eitthvað orðið um það að foreldrar ákveða að hafa börnin sín heima. Ég hvet þá foreldra sem það kjósa að hafa samband við skólann og láta vita af því. Við höldum sérstaklega utan um allar skráningar vegna Covid19 og eigum að standa skila á þeim til landlæknis.

Það hafa komið ábendingar frá foreldrum um að börn sitji of þétt saman í strætó. Við fengum upplýsingar frá strætó um að þetta hafi komið fyrir einn dag fyrir helgi og að of mörg börn sem ekki eigi að taka strætó hafi verið um borð. Ég vil árétta það að aðeins börn sem búa fyrir innan Seljalandsveg 44 og í Hnífsdal eiga rétt á skólaakstri.

Unnið er að útfærslu hjá Ísafjarðarbæ varðandi gjöld fyrir þjónustu í leik- og grunnskóla ásamt dægradvöl í ljósi stöðunnar og skertrar þjónustu. Nánari upplýsinga er að vænta innan fárra daga.

Hér fyrir neðan eru tenglar á ýmislegt varðandi Covid 19 og fræðslu til barna á ýmsum tungumálum.
Efnið er aðgengilegt á Arabísku, dönsku, ensku, portúgölsku og serbnesku ásamt fleiri tungumálum. Það hefur einnig verið þýtt á íslensku af landlæknisembætti og fylgir sá hlekkur hér að neðan líka.

Íslenska
https://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item39944/Hallo%20eg%20heiti%20korona.pdf 

Arabíska
Einfalt skýringarefni og vinnubók á arabísku um corona
https://660919d3-b85b-43c3-a3ad-3de6a9d37099.filesusr.com/ugd/64c685_098e20a6f2b44d31b861492f1150aebf.pdf 

Útskýringarmyndband fyrir börn um handþvott
https://www.facebook.com/unicefdanmark/videos/626134641297548/ 

Enska
Hvernig hægt er að tala við börn um corona-vírusinn
https://www.unicef.org/coronavirus/how-talk-your-child-about-coronavirus-covid-19 

Myndband um handþvott - útskýrt af barni á ensku
https://www.facebook.com/Unicef.uk/videos/192256995405194/

Einfalt myndband um corona á ensku
https://www.facebook.com/afghanistanunicef/videos/566461574220751/ 

Filippseysk mál
Myndband um handþvott á filippseysku
https://www.facebook.com/OfficialDOHgov/videos/206068727129412/ 

Myndband um hvernig hægt er að tala við börn um corona
https://www.facebook.com/UNICEF.Portugal/videos/202756817712493/ 

Pólska 
Upplýsingamynd á pólsku um vírusinn
https://www.facebook.com/unicefpolska/photos/a.353556111544/10157144502326545/?type=3&theater 

Sex mikilvæg atriði fyrir foreldra til að vita um corona
https://www.facebook.com/unicefpolska/videos/193305385275817/ 

Serbneska
Einfalt skýringarmyndband um corona
https://www.facebook.com/UNICEFSrbija/videos/2621675431412543/ 

Hvernig hægt er að tala við börn um corona
https://www.unicef.org/serbia/covid-19-korona-virus?fbclid=IwAR3BiHmnE5ClP0gWi3m_OvptspmInykdkLYDW3NTBZir-NtNhrbbVjdzysA 

Taílenska
Myndband fyrir börn og fullorðna um hvernig hægt er að verjast corona
https://www.facebook.com/unicefthailand/ 

Deila