VALMYND ×

Dagar umburðarlyndis

Barnaheill - Save the children standa að dögum umburðarlyndis 6. - 8. nóvember.  Morgundagurinn er einnig baráttudagur gegn einelti og því tilvalið að minna vel á umburðarlyndi sem er okkur öllum svo mikilvægt. Það ætlum við að gera með því að fagna fjölbreytileikanum og mæta í litríkum fötum í skólann.

Skilgreining Barnaheilla á umburðarlyndi er að viðurkenna og skilja mikilvægi og gildi fjölbreytileikans og að koma fram við alla aðra af virðingu. Umburðarlyndi snýst um hæfileikann eða viljann til að viðurkenna það sem er frábrugðið því sem maður sjálfur telur rétt.

 

Deila