Breyting á opnunartíma skólans og skrifstofu
Opnunartími skrifstofu og skólans breytist nú vegna vinnustyttingar annars starfsfólks en kennara. Í samningum opinberra starfsmanna kemur fram að starfsfólk eigi rétt á vinnustyttingu, 65 mínútur á viku frá og með 1. janúar 2021, sem á svo að verða fjórar stundir á viku í nokkrum skrefum. Ísafjarðarbær ákvað að fara alla leið og allir starfsmenn hans eiga nú að fá fjórar stundir á viku í vinnustyttingu. Það er í höndum hverrar stofnunar fyrir sig að útfæra þetta og útfærslan getur líka verið mismunandi eftir starfshópum í skólanum. Allt árið 2021 er reynslutími og ætlum við einnig að endurskoða okkar skipulag í febrúar þegar við sjáum hvernig þetta gengur. Þær breytingar sem verða hjá okkur eru þær helstar að til að koma til móts við vinnustyttinguna munum við loka skrifstofu skólans kl. 14:00 á föstudögum, einnig mun skólanum verða lokað á þeim tíma. Þetta tekur gildi frá og með föstudeginum 8. janúar.
Deila